Skissum sýklalyfjaónæmi
Velkomin í alla söguna
Innra með okkur býr ævaforn, ósýnilegur og lifandi heimur. Þessi innri heimur samanstendur af örverum sem hjálpa okkur að melta fæðuna, vernda húðina og stuðla að jafnvægi vistkerfa. Þær flestar lifa í sátt og samlyndi við okkur en sumar geta þó valdið sjúkdómum. Eins og aðrar lífverur þróast þær og laga sig sífellt að aðstæðum í lífsbaráttu sinni. En þegar þær aðlagast lyfjum sem eiga að halda þeim í skefjum verður afleiðingin ein stærsta heilbrigðisáskorun samtímans: sýklalyfjaónæmi (AMR).
Sýklalyf eru ein merkasta uppgötvun mannkyns. Þau breyttu gangi sögunnar með því að gera áður banvænar sýkingar meðhöndlanlegar og skurðaðgerðir öruggar, og hjálpa þannig okkur og dýrunum okkar að lifa lengur. En því meira sem við notum eða ofnotum sýklalyf því hraðar tapast geta þeirra til að vernda okkur. Þessi ósýnilega umbreyting á sér stað allt í kringum okkur; á heimilum og sjúkrahúsum, í landbúnaði, í ám og í jarðveginum undir fótum okkar.
Þessi vitneskja á samt ekki að hræða okkur heldur vekja til meiri vitundar og samhyggju. Sýklalyfjaónæmi er áminning um að heilbrigði fólks, dýra og umhverfis er samtvinnað. Við getum lagt ýmislegt af mörkum til að viðhalda jafnvæginu: þvegið hendur, bólusett gæludýrin okkar, notað sýklalyf einungis þegar þeirra er þörf eða fargað sýklalyfjaafgöngum á réttan hátt.
Um hvað snýst þessi herferð?
Þessi herferð biður okkur að staldra við og velta fyrir okkur fegurð örveruheimsins og þá ábyrgð sem hvílir á okkur að viðhalda jafnvægi hans.
„Skissum sýklalyfjaónæmi“ sameinar 30 teiknara frá 30 Evrópulöndum í því skyni að vekja athygli á sýklalyfjaónæmi – með því að sameina list og vísindi. Hver mynd og texti er kafli í frásögn sem snertir okkur öll um mikilvægi þess að vernda virkni sýklalyfja. Myndirnar hnykkja á mikilvægi ábyrgrar notkunar sýklalyfja fyrir fólk og dýr, hreinlætis, bólusetninga og réttrar förgunar sýklalyfja til þess að hægja á útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og afleiðingum þess fyrir okkar daglega líf.
Því með því að vernda sýklalyfin okkar erum við að vernda lífið sjálft.
Teikningarnar
Myndabókin
Sýningin
Örveruheimurinn er fjölbreyttur
Ashwin Chacko (Ireland)
Hvað eru sýklalyf og til hvers eru þau notuð?
Hvað er sýklalyfjaónæmi?
Hvernig þróast sýklalyfjaónæmi?
Náttúrulegt ferli sem menn hafa hraðað á.
Hvernig breiðist sýklalyfjaónæmi út?
Ein heilsa – einn heimur
Heilsa dýra, fólks og umhverfis er samofinn og flókinn vefur. Við deilum landi, auðlindum og örverum. Þar sem meira en 60% örvera sem valda sjúkdómum í fólki rekja rætur sínar til búfénaðar eða villtra dýra er heilsuvernd dýra og umhverfis líka heilsuvernd fyrir fólk. Baráttan við sýklalyfjaónæmi krefst samhæfðrar „Einnar heilsu“ nálgunar sem tekur tillit til allra þessa þátta.
Sýklalyfjaónæmi ógnar heilsu fólks á veraldarvísu
Sýklalyfjaónæmi ógnar nútíma lækningum
Yfirlýsing listamanns
„Að ímynda sér heim án nútímalækninga… það væri dapurlegur heimur.
Á teikningunni má sjá birtingarmyndir lífsins, plöntur í blóma og fiðrildi sem tákna endurfæðingu. Einnig dauðann, brothætt lífið, brostnar vonir og ónýt lækningatól. Stundaglasið minnir á hvernig ákvarðanir og valkostir geta kostað bæði tíma og líf.”
Athyglin beinist að tveimur ólíkum herbergjum sem endurspegla kosti og galla, ljós og myrkur, von og ótta. Þannig birtist sýklalyfjaónæmi sem ekki einungis líffræðilegt fyrirbæri heldur sem skuggaleg ógn við framfarir í læknavísindum, líf sjúklinga í læknismeðferðum og heilbrigði í veröldinni allri.“
Sýklalyfjaónæmi eykur álag á heilbrigðis- og hagkerfi þjóða
Yfirlýsing listamanns
„Byrði ónæmisins. Hafalda sýklalyfja og annarra úrræða þrýstir á viðkvæma veggi sjúkrahúsa. Hver meðferð, hver atrenna að bata, hver glíma gegn ónæmi felur í sér kostnað.
Að baki sérhvers bata eru tími, úrræði og hulin vinna fólks sem hjálpar við varðveislu lífs. Með vaxandi ónæmi tekur bati lengri tíma og aukinn kostnaður skapar álag á innviði heilbrigðisþjónustunnar. Brothætt ljós þessarar byrðar snertir okkur öll, á sjúkrahúsum, á heimilum og í ósýnilegum hrynjanda hins daglega lífs. Að gæta þessa ljós er að vernda það sem heldur okkur á lífi.“
Sýklalyfjaónæmi skaðar heilsu og velferð dýra
Sýklalyfjaónæmi ógnar fæðuöryggi
Sýklalyfjaónæmi hefur líka áhrif á gæludýrin okkar
Sýklalyfjaónæmi breiðist út í náttúrunni
Sýklalyfjaónæmi finnst jafnvel á afskekktum svæðum
Yfirlýsing listamanns
„Við hugsum oft um villta náttúru sem aðskilið, lokað kerfi sem tengist ekki annasömu lífi okkar í borgum og bústöðum. Við látum eins og líf okkar séu sem aðskilin hvel sem aldrei skarist, sérstaklega þegar kemur að heilsu.
Snjókúlan virðist við fyrstu sýn vera lokað kerfi sem við getum hvorki komist að né breytt. En þegar kúlan er hrist birtast snjókorn sem þyrlast um kúluna. Hreyfing snjókornanna verður til vegna utanaðkomandi krafta sem breyta öllu. Snjókúlan er sprungin til að undirstrika að þessi vistkerfi eru í raun ekki eins aðskilin og þau virðast.“
Sýklalyf eru dýrmæt lyf og skal meðhöndla af varfærni.
Yfirlýsing listamanns
„Á þessari mynd er sýklalyfinu stillt upp sem meistaraverki á listasafni, líkt og Mónu Lísu á Louvre safninu. Mannfjöldi safnast saman til að dást að því, agndofa yfir tímalausri fegurð þess, ómetanlegu verðmæti og þeirri gæslu sem það krefst. Rétt eins og við viljum varðveita stórkostleg listaverk til framtíðar verðum við að hlúa að sýklalyfjum sem bjarga mannslífum. Vísindamenn, líkt og frægir listamenn, hafa skapað þessi verðmæti og það er á okkar ábyrgð að vernda verk þeirra fyrir komandi kynslóðir.“
Sýklalyf skulu aðeins tekin samkvæmt ráðleggingum læknis
Að hætta sýklalyfjameðferð of snemma gefur skaðlegum örverum annað tækifæri
Yfirlýsing listamanns
„Lyf ætti að taka nákvæmlega samkvæmt lyfseðli, á réttum tíma og út meðferðartímann. Lykillinn að því að vernda bæði eigin heilsu og virkni sýklalyfja er að fylgja leiðbeiningum.
Myndin miðlar þessum skilaboðum með því að sýna einstakling taka töflu í sex aðskildum skrefum. Líkt og leiðbeiningar í handbók, sýnir hvert og eitt skref mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum um lyfjameðferð vandlega eftir.”
Sýklalyf virka ekki gegn veirusýkingum eins og flensu
Heilbrigður búfénaður þarf ekki sýklalyf
Góð umönnun gerir notkun sýklalyfja fyrir gæludýr óþarfa
Dýralæknar vernda heilsu allra
Hreinar hendur bjarga lífum
Yfirlýsing listamanns
„Við erum þessar 300 milljónir baktería sem lifa á höndunum þínum — og við völdum mörgum sjúkdómum sem þú reynir síðar að lækna með lyfjum.
Og ég er Luca. Ég er sex ára gamall og ætla að þvo hendurnar mínar mjög vel. Bless þið öll.“
„Handþvottur er eitthvað svo hversdagslegur að það er eiginlega ótrúlegt hversu mikið hann getur hjálpað við að leysa svona stóran vanda. Mér fannst það góð hugmynd að láta eitt af börnunum mínum tala við þessar 300 milljón örverur sem við höfum á óhreinum höndum okkar. Barnið táknar allt fólkið í Evrópu á snilldarlegan hátt.“
Örugg meðhöndlun matvæla – færri sýkingar
Bólusetningar koma í veg fyrir sýkingar og draga úr útbreiðslu ofurbaktería
Mikilvægt er að halda fjarlægð þegar maður er veikur
Ekki deila sýklalyfjum með öðrum
Henda skal lyfja afgöngum á réttan hátt
Yfirlýsing listamanns
„‘Sturtaðu bara sýklalyfjunum niður klósettið, EVA!’ ‘Ekki eyða tíma í að fara í apótekið – hentu lyfjunum í ruslið, EVA!’ ‘Þessi ofurbaktería skrifast á þig, Jón!!’“
„Þetta er klassísk háðsádeila. Í stað þess að segja hvað ekki á að gera vildi ég sýna hvað gerist þegar það er gert, með venjulegu samtali á milli heimilisfólks, sem er dregið saman í eina setningu.“

Örveruheimurinn er fjölbreyttur
Hvað eru sýklalyf og til hvers eru þau notuð?
Hvað er sýklalyfjaónæmi?
Hvernig þróast sýklalyfjaónæmi?
Náttúrulegt ferli sem menn hafa hraðað á.
Hvernig breiðist sýklalyfjaónæmi út?
Ein heilsa – einn heimur
Sýklalyfjaónæmi ógnar heilsu fólks á veraldarvísu
Sýklalyfjaónæmi ógnar nútíma lækningum
Sýklalyfjaónæmi eykur álag á heilbrigðis- og hagkerfi þjóða
Sýklalyfjaónæmi skaðar heilsu og velferð dýra
Sýklalyfjaónæmi ógnar fæðuöryggi
Sýklalyfjaónæmi hefur líka áhrif á gæludýrin okkar
Sýklalyfjaónæmi breiðist út í náttúrunni
Sýklalyfjaónæmi finnst jafnvel á afskekktum svæðum
Sýklalyf eru dýrmæt lyf og skal meðhöndla af varfærni.
Sýklalyf skulu aðeins tekin samkvæmt ráðleggingum læknis
Að hætta sýklalyfjameðferð of snemma gefur skaðlegum örverum annað tækifæri
Sýklalyf virka ekki gegn veirusýkingum eins og flensu
Heilbrigður búfénaður þarf ekki sýklalyf
Góð umönnun gerir notkun sýklalyfja fyrir gæludýr óþarfa
Dýralæknar vernda heilsu allra
Hreinar hendur bjarga lífum
Örugg meðhöndlun matvæla – færri sýkingar
Bólusetningar koma í veg fyrir sýkingar og draga úr útbreiðslu ofurbaktería
Mikilvægt er að halda fjarlægð þegar maður er veikur
Ekki deila sýklalyfjum með öðrum
Henda skal lyfja afgöngum á réttan hátt
Ábyrg notkun sýklalyfja við jurta- og kornræktun skiptir máli
Traust á vísindum er lykillinn að því að hemja útbreiðslu sýklalyfjaónæmis 